Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 24. janúar 2019

9525674926

Við í skólanum erum nýbúin að klára lestrarátak hér í skólanum sem varði í tvær vikur og í þessari viku kláruðu flestir nemendur að þreyta lesferilspróf-ef ekki þá gera þeir það í næstu viku.

 

Okkur langar til að benda lestrarhestum á að í gangi er lestararátak Ævars Vísindamanns. Átakið hans hófst 1. janúar og stendur til 1. mars. Við erum búin að setja upp kassa fyrir lestararmiða hér í skólanum og prenta út lestrarmiða sem er hægt að fá á bókasafninu. Endilega verið með. Nánari upplýsingar er að finna á: (334) 454-4997

 

Lestur er lykillinn Wink

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 23. janúar 2019

Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri 2019

Á Bóndadaginn 25. janúar verður Þorrblót G.Þ. 2019
Á Bóndadaginn 25. janúar verður Þorrblót G.Þ. 2019

verður haldið í sal skólans föstudaginn

25. janúar, kl. 18:00-20:30,

fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.

Verð er 250 kr. á mann.

 

Allir koma með sinn mat í skólann a.m.k. 2 tegundir af þorramat (og annað sem manni þykir gott) og drykk ( má koma með gos).

 

Valin verða Halur og Snót kvöldsins. Titillinn hljóta drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.

 

Nemendaráð sér um spennandi dagská á borðhaldinu. Að borðhaldi loknu hefst diskótek í umsjón dj. Grétu fyrir alla gesti kvöldsins og stendur til kl. 20:30.

- Foreldrum er velkomið að koma og dansað með okkur kl. 20:00 -

-        Skemmtum okkur og verum í stuði með Guði  -

 

Kv. Nemendaráðið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 2. janúar 2019

Gleðilegt nýtt ár

Frá áramótabrennunni á Þingeyrarodda á gamlársdag 2018
Frá áramótabrennunni á Þingeyrarodda á gamlársdag 2018

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða og hlökkum til þess næsta.

 

Við sjáumst öll hress og endurnærð 3. janúar kl. 10:00, skólabíll verður við Ketilseyri kl. 9:45.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 14. desember 2018

2124424128

"Jólagluggi"

17. desember jólabíó

Nemendaráðið í samstarfi við kennara bjóða öllum nemendum í jólabíó „á sal“ kl. 8:10-9:30

 Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.

 

18. desember jólasund og jólamatur

 

 Jólamatur mötuneytisins- þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 500 kr. (nemendur koma með pening og greiða í skólanum).

 

Elsta,-og mið stig ætla í fatasund- þurfa að koma með hrein föt til að fara í sund.

Yngsta stig má hafa með sér dót í sund.

 

Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.

 

19. desember „Litlu jólinkl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spari klædd með jólalegt nesti (gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar 500-1000 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. desember 2018

Tarzan gekk vel og “Rauði dagurinn” á morgun

Í morgunn léku allir nemendur sér saman í Tarzan í íþróttahúsinu undir stjórn Ingimars íþróttakennara og Guðrúnar. Elsta stig stóð sig frábærlega við uppsetningu ævintýrabrautarinniar og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Allir stóðu sig frábærlega og skemmtu sér konunglega. Á morgunn er “Rauði dagurinn” þá ætlum við öll að mæta í skólann í einhverju rauðu, það kemur óvæntur gestur og öllum velunnurum skólans er boðið á áhugaverkefnasýningu ásamt því að þiggja jólalegar veitingar kl. 13-14. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. desember 2018

Starfsáætlun skólans komin á heimasíðuna

Þar sem skólaráð kemur saman í dag er tilvalið að birta starfsáætlun skólans hér á heimasíðunni okkar. Í starfsáætlun kemur fram allt sem við ætlum að vinna að í vetur ásamt mikilvægum upplýsingum er varða skólastarfið. Í áætluninni eru sett fram helstu markmið sem stefnt er að ásamt skólareglum og fl. Matið er byggt á sjálfsmati. Áætlunina má finna (989) 224-0008 undir skólinn>áætlanir. Athugið að verið er að vinna í að laga jafnréttisáætlun. Góðar stundir.

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 30. nóvember 2018

Afrakstur lestrarátaks í G.Þ.

Margar skemmtilegar málsgreinar urðu til.
Margar skemmtilegar málsgreinar urðu til.
1 af 3

Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir lestrarátak í Grunnskólanum. Hér má sjá hluta af þeim orðum sem nemendur fundu í texta, útskýrðu og notuðu síðan í málsgrein. Allir nemendur skólans eiga að minnsta kosti eina málsgrein í þessum römmum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 27. nóvember 2018

Jólaföndur foreldrafélagsins

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 2. desember kl. 16:00-19:00.

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 150 kr. stk. En að lágmarki eru seld 5 stk. Sniðugt föndur verður til sölu (verð frá 500 kr. – 1500 kr.)

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn til að skera laufabrauðið. Penslar og málning verða á staðnum en fínt fyrir þá sem eiga að taka þá með.

8.-9. bekkur verður með veitingar til sölu vegna fjáröflunar á skólaferðalagi.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

 

 

Með jólakveðju

Foreldrafélag G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. nóvember 2018

9127222197

Myndvinnsla á yngsta stigi
Myndvinnsla á yngsta stigi
1 af 3

Í dag miðvikudaginn 14. nóvember hófust þemadagar í skólanum. Hefðbundið skólastarf er brotið upp þessa skóladaga. Þemað á þessu skólaári er “Heimurinn okkar-áhugaverðir staðir”. Yngsta stig vinnur með Ísland, mið stig vinnur með Evrópu og elsta stig Ástralíu. 

Á degi íslenskrar tungu er foreldrum og velunnurum skólans boðið að koma í skólann að sjá afrakstur þema vinnunnar kl. 13-14.

 

Síðasti danstíminn var í dag en Eva “dans” hefur verið hjá okkur sl. 10 miðvikudaga og kennt öllum hópum dans. Allir nemendur komu fram á skóladanssýningu í dag sem endaði á hópdans nemenda og starfsfólks. Þetta var frábær stund, TAKK Eva og TAKK kæru nemendur fyrir að vera með og hafa gaman af þessu.

 

Það verða íþróttir á þemadögum, því þarf íþróttataska að fylgja með á fimmtudaginn.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. nóvember 2018

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Fyrirlesturinn endaði á
Fyrirlesturinn endaði á "Hjartaleik" til að fá smá gleði í hjartað

Í gær var dagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk hittust "á sal" í tilefni dagsins. Við sungum saman lagið Undir regnbogann, eftir Ingó en texti lagsins fjallar um að við getum sigrað heiminn og látið drauma okkar ræstast þrátt fyrir að lífið sé stundum grámyglað og erfitt. Fjallað var um leiðir til að fyrirbyggja einelti, ábyrgð okkar og rétt okkar til að fá að vera eins og við erum í friði fyrir öðrum. Það eiga allri rétt á því að líða vel í skólanum. Við töluðum um góðverk og skrifuðum undir skólasáttmála 2018-19 gegn einelti. Við ætlum að leggja áherslu á að sýna góðvild, umhyggju, virðingu og hugrekki. Við ætlum líka að spá í það hver stjórnar okkar hegðun og hvernig við viljum að aðrir muni eftir okkur.

 

Áætlun gegn einelti var send á alla í tölvupósti og hana má finna hér

« 2019 5168901780
« Janúar »
S M Þ M F F L
    1 2 336-846-1049 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 (617) 467-5419 26
27 5598760185 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón